Spurningabanki

Spurning 7

Til baka

Á sósubarnum í IKEA geta viðskiptavinir fengið sér hvers kyns sósur og meðlæti. Hver viðskiptavinur má aðeins fá sér í mesta lagi einn skammt af hverri sósu en það er leyfilegt að fá sér mismunandi sósur ef maður vill. Í hádeginu, dag einn, eru bara tvær tegundir af sósu í boði, gráðostasósa og sinnepssósa. Það koma 90 viðskiptavinir á sósubarinn og enginn sleppir sósu. Það seljast 45 skammtar af gráðostasósu og 68 skammtar af sinnepssósu. Hversu margir viðskiptavinir fá sér bæði gráðostasósu og sinnepssósu?

< >