Spurning 14
Til bakaSteingrímur leggur saman öll veldi af þremur frá 9 = $3^{2}$ og upp í 59049 = $3^{10}$, þ.e. 9 + 27 + 81 + ... + 59049. Gunnhildur leggur saman öll veldi af þremur frá 3 = $3^{1}$ og upp í 19683 = $3^{9}$, þ.e. 3 + 9 + 27 + ... + 19683. Hvað fæst ef útkoma Gunnhildar er dregin frá útkomu Steingríms?