Spurning 14
Til bakaSoffía flýgur frá Rúanda í Afríku til Keflavíkur til að heimsækja Ísland. Fyrst flýgur hún frá Rúanda til Amsterdam á 11 klukkustundum. Á flugvellinum í Amsterdam er 3 klukkustunda og 45 mínútna bið eftir næsta flugi sem er frá Amsterdam til Keflavíkur og tekur 3 klukkustundir og 25 mínútur. Soffía leggur af stað frá Rúanda að kvöldi miðvikudags klukkan 22:00. Klukkan í Rúanda er 3 tímum á undan klukkunni á Íslandi. Hvað er klukkan í Keflavík þegar hún lendir eftir allt ferðalagið?