Spurningabanki

Spurning 13

Til baka

Í apríl tekur Ingunn þátt í plankaáskorun sem íþróttakennarinn hefur lagt fyrir bekkinn hennar. Á hverjum degi gerir hún planka, þann 1. apríl í 10 sekúndur, 2. apríl í 20 sekúndur, 3. apríl í 30 sekúndur og svo framvegis þangað til 30. apríl þegar hún er í planka í heilar 300 sekúndur. Í hversu margar mínútur samanlagt er Ingunn í planka allan apríl?

< >