Spurningabanki

Spurning 12

Til baka

Hermann og Dagrún fara á árabát út á vatn að veiða. Dagrún rær rólega og báturinn fer með jöfnum hraða 1,5 m/s. Eftir hálftíma rekast þau á sker úti á miðju vatni og það kemur gat á bátinn. Í kjölfarið flæða 5,5 lítrar af vatni inn á hverri mínútu en Hermann eys vatni úr bátnum jafnóðum á meðan Dagrún rær af öllum kröftum aftur í land. Hve mörgum lítrum þarf Hermann að ausa úr bátnum svo að hann sé tómur þegar þau koma í land ef Dagrún rær sömu leið til baka en á tvöföldum hraða?

< >