Spurning 13
Til bakaGuðjón er með mæli á hjólinu sínu sem sýnir honum hversu marga kílómetra hann hefur hjólað síðan hann eignaðist hjólið. Nú hjólar hann í heimsókn til ömmu sinnar og í upphafi ferðar sýnir mælirinn 7112 km (kílómetra). Þegar hann kemur aftur heim uppgötvar hann að hann hefur misst trefil á leiðinni. Hann hjólar til baka, finnur trefilinn í polli og hjólar svo beint aftur heim. Þegar heim er komið sýnir mælirinn 7134 km. Hve langt frá heimili ömmu Guðjóns er pollurinn ef vegalengdin milli heimili hennar og heimili Guðjóns er 7 km?