Hvað er Pangea?
Pangea er stærðfræðikeppni sem fer fram ár hvert í mörgum löndum Evrópu. Alltaf bætast fleiri lönd í hópinn og árið 2016 tók Ísland þátt í fyrsta skipti.
Meginmarkmið keppninnar er að hvetja nemendur í grunnskóla og auka áhuga þeirra á stærðfræði.
Öll vinna við skipulagningu og framkvæmd keppninnar er unnin af sjálfboðaliðum úr Félagi Horizon og raungreina- og verkfræðinemum. Kennarasamband Íslands hefur verið skipuleggjendum innan handar við gerð prófanna.
Skráning hefst yfirleitt í byrjun árs og fyrsta umferð fer fram í lok janúar.
Nemendum í 8. og 9. bekk úr öllum grunnskólum á Íslandi er boðið að taka þátt. Auk þess taka mörg þúsund evrópskir nemendur þátt í sínum löndum. Allir geta tekið þátt, sama hvar á landinu þeir búa.
Kennarar geta sótt um þátttöku fyrir sína nemendur hér á síðunni. Nemendur geta ekki skráð sig sjálfir og þurfa því að biðja kennara um hjálp ef þeir hafa áhuga á að taka þátt.
Þátttaka er ókeypis.
Kennarar í hverjum skóla fyrir sig taka við spurningum og í 1. og 2. umferð fer keppnin fram í öllum skólum samtímis. Úrslitin fara fram í Reykjavík og munu skipuleggjendur alfarið sjá um það. Kennurum er þó að sjálfsögðu boðið að vera viðstaddir.
Kennarar skila niðurstöðum til skipuleggjenda, það verður útskýrt frekar þegar kemur að keppninni. Um það bil viku eftir það kemur í ljós hvaða þátttakendur komast áfram í hverri umferð.
Í fyrstu umferð eru dæmi við allra hæfi en eftir því sem líður á keppnina verða dæmin meira og meira krefjandi. Allir eiga að geta tekið þátt og haft gaman af því. Dæmin eru aðallega krossaspurningar, í fimm mismunandi erfiðleikastigum.
Skömmu eftir hverja umferð verða niðurstöður sendar á kennara sem koma upplýsingunum áleiðis.
Fyrsta og önnur umferð fer fram í hverjum skóla fyrir sig. Úrslitin fara fram í húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð.
Já, veitt eru verðlaun fyrir 1.-3. sætið í báðum aldursflokkum.