Um Pangeu

Pangea stærðfræðikeppni er fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

Finals 2016

Keppnin er haldin í yfir 20 löndum í Evrópu. Á Íslandi var keppnin var fyrst haldin vorið 2016 og þá tóku yfir 1000 nemendur þátt úr rúmlega 40 grunnskólum viðsvegar um landið. Vorið 2017 stækkaði keppnin enn frekar og voru tæplega 2000 nemendur skráðir til leiks. Aðstandendur keppninnar hafa fundið fyrir miklum meðbyr og áhuga frá nemendum, foreldrum og kennurum, og vonast til að þáttakendur verði enn fleiri árið 2018. Tvær undankeppnir verða haldnar í febrúar og mars 2018 í grunnskólum landsins þar sem kennarar fara yfir prófin og senda skipuleggjendum árangur nemenda. Stigahæstu nemendunum er síðan boðið í úrslitakeppni sem haldin verður í Reykjavík. Stigahæstu þrír keppendurnir úr hvorum árgangi fá verðlaun að loknu keppni. Til að gera daginn hátiðlegan og fagna góðum árangri keppenda er boðið upp á skemmtiatriði og veitingar fyrir alla keppendur úrslitanna og aðstandendur þeirra.

Af hverju að halda keppnina?

Mörgum finnst stærðfræði óaðgengileg og halda þau geti ekki lært hana. Þetta vanmat á eigin kunnáttu stenst oftast engin rök. Hægt er styrkja sjálfsmynd barna með því að gera þeim kleift að ná árangri við úrlausn verkefna. Keppnin er þannig uppbyggð að allir geta svarað einhverjum spurningum. Fyrsta lotan er sérhönnuð til að efla sjálfstraust og áhuga hjá nemendum. Í annari lotu eru aðeins erfiðari spurningar, og svo eru stigahæstu nemendurnar valdir í lokakeppnina. Tilgangurinn með lokakeppninni er að verðlauna öflugustu nemendurna og hvetja þá til að efla hæfileika sína enn frekar, með því að sýna þeim að þessir hæfileikar eru mikils virði. Það er engin önnur stærðfræðikeppni haldin á landinu þar sem allir nemendur áttunda og níunda bekkja landsins geta tekið þátt. Einhverjar keppnir eru haldnar fyrir efnilegustu nemana, en þær keppnir eru einnig svæðisbundnar. Með því að halda undankeppnirnar í grunnskólum landsins er hægt að fá fleiri til þátttöku. Lokakeppnin er svo haldin í Reykjavík á laugardegi, en þar er boðið upp á veitingar og skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna svo fólk sjái sér vonandi fært að taka þátt, eins og í íþróttamótum og öðrum svipuðum samkomum.

Finals 2017