Spurningabanki

Spurning 11

Til baka

Anníe Mist, Ragnheiður Sara og Katrín Tanja keppa í 120 metra kapphlaupi. Anníe hleypur á hraðanum 4 m/s (metrar á sekúndu) allan tímann. Ragnheiður Sara hleypur á hraðanum 5 m/s fyrstu 40 metrana en þá dettur hún. Hún stendur upp eftir 3 sekúndur og klárar hlaupið á hraðanum 4 m/s. Katrín Tanja hleypur á hraðanum 6 m/s. Hún missir teygjuna sína eftir 20 metra en hún áttar sig ekki á því fyrr en eftir 44 metra. Hún snýr þá við og sækir teygjuna og klárar hlaupið, allt á hraðanum 6 m/s (Það tekur engan auka tíma að beygja sig eftir teygjunni). Hver vinnur hlaupið?

< >