Spurningabanki

Spurning 11

Til baka

Jónína á 10 rauða sokka, 10 bláa sokka, 10 græna sokka og 10 gula sokka og þeir eru allir saman í skúffu. Hún þvoði þá alla í gær en nennti ekki að para sokkana saman og setti þá staka í skúffuna. Í dag er hún þreytt og vill alls ekki að kveikja ljósin en langar samt að fara í samstæðum sokkum í skólann. Hversu marga sokka þarf hún að draga af handahófi úr skúffunni til þess að vera viss um að hafa dregið að minnsta kosti tvo samstæða sokka?

< >