Spurningabanki

Spurning 16

Til baka

Pítsur eru kringlóttar. Stærðin á þeim er yfirleitt gefin í tommum og er þá átt við þvermál þeirra. Aníta og Birgir baka fjórar 10 tommu pítsur á föstudegi fyrir bekkjarkvöld. Daginn eftir ákveða þau að baka aftur pítsu. Þau nota jafnmikið deig og síðast en baka nú aðeins eina risapítsu. Pítsurnar eru jafnþykkar. Hversu margar tommur verður risapítsan að þvermáli?

< >